Það verður aldeilis nóg um að vera í Lystigarðinum við Fossflöt næstu daga. Á morgun miðvikudag, verður fyrsti vinnudagur Vina Fossflatar, þar sem sjálfboðaliðar koma saman og taka til hendinni í garðinum milli kl. 17-19 og gera hann fínan fyrir þjóðhátíðardaginn. Á sama tíma verður Hlunkahlaupið, minningarhlaup Mikaels Rúnars ræst kl 17, sem er fjölskylduhlaup við allra hæfi. Á 17. júní verður svo nýja sviðið vígt í Lystigarðinum og þar verður svo skemmtidagskrá allan daginn m.a stígvélakast, ratleikur, tónleikar o.fl. ofl. Á laugardag og sunnudag verða tónleikarnir Allt í Blóma og 23. júní verður Ólympíudagurinn haldinn hátíðlegur og eru öll börn í bænum velkomin að vera með og kynnast allskonar íþróttagreinum í boði ÍSÍ.

Það er greinilega nóg um að vera í Hveragerði og sumarið er bara rétt að byrja.

Forsíðumynd: Helena Stefánsdóttir.

Sviðið að verða klárt fyrir fjörið. Mynd: Vinir Fossflatar

Facebook ummæli