Minningarhlaup Mikaels Rúnars – HLUNKAHLAUPIÐ
Minningarsjóðurinn ætlar að standa fyrir fjölskylduhlaupi miðvikudaginn 16. júní kl. 17.00 í Hveragerði.
Hlaupaleiðin er Hamarshringurinn í Hveragerði sem er falleg og skemmtileg 5 km. leið.
Rásmark og endastöð verða í Lystigarðinum við Fossflöt. Ekki verður tímataka í hlaupinu enda er skemmtanagildið aðaltakmarkið.
Þátttökugjald er 2000 kr.16 ára og yngri greiða 500 kr.
Einnig er tekið við frjálsum framlögum.
Hægt er að skrá sig í hlaupið hér.
Minningarsjóðurinn var stofnaður til að heiðra minningu Mikaels Rúnars Jónssonar sem lést af slysförum 1. apríl 2017 aðeins 11 ára gamall. Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga sem misst hafa ástvin á barnsaldri, styrkja skóla og íþróttastarf barna auk annarra góðra verka. Þeir sem vilja styrkja sjóðinn geta lagt frjáls framlög inn á bankareikning sjóðsins. Banki 0314-26-002160 kennitala 470519-1500.

Facebook ummæli