Minningarhlaup Mikaels RúnarsHLUNKAHLAUPIÐ
Minningarsjóðurinn ætlar að standa fyrir fjölskylduhlaupi miðvikudaginn 16. júní kl. 17.00 í Hveragerði.
Hlaupaleiðin er Hamarshringurinn í Hveragerði sem er falleg og skemmtileg 5 km. leið.
Rásmark og endastöð verða í Lystigarðinum við Fossflöt. Ekki verður tímataka í hlaupinu enda er skemmtanagildið aðaltakmarkið.

Þátttökugjald er 2000 kr.16 ára og yngri greiða 500 kr.
Einnig er tekið við frjálsum framlögum.

Hægt er að skrá sig í hlaupið hér.

Minningarsjóðurinn var stofnaður til að heiðra minningu Mikaels Rúnars Jónssonar sem lést af slysförum 1. apríl 2017 aðeins 11 ára gamall.​ Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga sem misst hafa ástvin á barnsaldri, styrkja skóla og íþróttastarf barna auk annarra góðra verka. Þeir sem vilja styrkja sjóðinn geta lagt frjáls framlög inn á bankareikning sjóðsins. Banki 0314-26-002160 kennitala 470519-1500.

Facebook ummæli