Vorin eru mjög skemmtilegur og lærdómsríkur tími í leikskólanum Óskalandi. 22 börn útskrifuðust fimmtudaginn 28.maí og bíður þeirra gæfurík framtíð.
Föstudaginn 5.júní komu lögregla, sjúkra – og slökkvilið í árlega heimsókn. Þessar heimsóknir eru afar mikilvægar og fræðast börnin um störf þessara aðila.

Farnar eru gönguferðir á marga spennandi staði s.s. í Hamarshöllina, upp að Reykjum og eldri deildir fá að fara á hestbak þar, uppí Ölfusborgir á hoppudýnuna, í pylsugrillveislu í Lystigarðinum og svona mætti lengi telja.

Yngri deildir fara í styttri gönguferðír t.d. á Hólaróló, hoppudýnuna við Hamarinn og í brekkurnar neðst í Kömbunum. Þau fá einnig grillpylsuveislu í leikskólanum.

Kveðja
Allir í Óskalandi

Krökkunum þótti sérstaklega spennandi að fá að skoða í bílana og allar græjurnar.

Facebook ummæli