Vinir Fossflatar hittust í gær og tóku aldeilis til hendinni á síðasta sjálfboða-vinnudegi sumarsins. Allir sem mættu lögðu hönd á plóg eins og meðfylgjandi myndir sýna. Sum mættu með hjólbörur, önnur göngugrindina en allir gátu hjálpað til.
Í sumar er búið að vera að endurnýja skeifuna þ.e skipta út trjám og skipta um jarðveg og setja í hana grjót. Í gær voru svo gróðursett tré, runnar og laukar í skeifuna (sem snýr að fossinum) og hún mun því væntanlega verða litskrúðug og falleg næsta sumar.

Myndir: Bryndís Eir Þorsteinsdóttir

Facebook ummæli