Þessi litla frétt er sérstaklega fyrir nýja Hvergerðinga. Það er ekkert að óttast þó þið rekist á þennan hérna. Engin ástæða til að taka fram barefli eða setja húsið á sölu! Herra varmasmiður eða hverabjalla. Þau eru vinir okkar og mikið þarfaþing í blómabænum en þar finnst þeim sérstaklega gott að búa í hlýjum jarðveginum.
Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands má lesa heilmikið um þessar bjöllur sem eru óvenju stórar miðað við önnur skordýr á Íslandi.

Varmasmiður, 22 mm á stærð étur snigil. Ljósmynd Erling Ólafsson.

Facebook ummæli