Kæru Hvergerðingar, 

nú er utankjörfundar atkvæðagreiðsla fyrir prófkjör Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, sem fram fer 29. maí, hafin.

Ég er að óska eftir stuðningi í 1. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi.

Síðustu vikur hef ég verið á ferðalagi um kjördæmið og fundið gríðarlegan meðbyr með framboði mínu. Ég mun halda áfram ferðalagi mínu um kjördæmið næstu vikur til að geta hitt sem flesta og til að ræða um þau mál sem brenna á fólki.

Til að geta kosið þarf að vera skráður í Sjálfstæðisflokkinn, nú er hægt að skrá sig í og úr flokknum með rafrænum skilríkjum. Það er því lítið mál að skrá sig í Sjálfstæðisflokkinn til að taka þátt í prófkjörinu.

Hægt er að greiða atkvæði utankjörfundar í Sjálfstæðishúsinu í Hveragerði, Mánamörk 1, eftirfarandi daga:

4. maí  kl. 19-21

11. maí kl. 19-21

18. maí k. 19-21

25. maí kl. 19-21

27. maí  kl. 19-21

29. maí kl. 10- 19


Á vefsíðunni minni er að finna nánari upplýsingar um hvar og hvernig hægt er að kjósa í prófkjörinu. https://www.gudrunhafsteins.is/profkjor


Verið óhrædd við að hafa samband við mig ef þið viljið hitta mig eða ræða málin. Þið getið gert það á Facebook www.facebook.com/gudrunhafsteins1 eða með því að senda mér tölvupóst á gudrun@gudrunhafsteins.is og svo er einfalt mál að fletta mér upp í símaskránni.

Eflum Suðurkjördæmi!

Guðrún Hafsteinsdóttir
Hvergerðingur og frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

Facebook ummæli