Ungur Hvergerðingur Axel Bjarkar Sigurjónsson tók þátt í gerð Heimildarmyndarinnar Is th­ere a soluti­on to in­ter­net polluti­on, ásamt tveimur öðrum skólafélögum sínum og lenti myndin í fyrsta sæti í alþjóðlegri keppni ungra um­hverf­is­frétta­manna (YRE). Mynd­in hafði áður sigrað í inn­an­landskeppni Land­vernd­ar en þar hét hún Meng­un með miðlum.

Axel Bjarkar, Hálfdán Helgi og Sölvi Bjartur voru 16 ára þegar þeir gerðu heimildamyndina sína og hugmyndina að myndinni má rekja til þess að einn þeirra fór að spá í því hversu mikil mengun væri á bakvið eitt „like“ á Facebook. 
Heimildamyndin tengist 13. markmiði Heimsmarkmiðanna, aðgerðir í loftslagsmálum og með myndinni vonast strákarnir til þess að vekja fólk til meðvitundar um mengun samfélagsmiðla. 

Nánar má lesa um keppnina hér og horfa á myndina hér.

Axel Bjark­ar, Hálf­dán Helgi og Sölvi Bjart­ur við verðlauna­af­hend­ing­una í vor þegar þeir unnu inn­lendu keppn­ina. Ljós­mynd/​Land­vernd

Facebook ummæli