Klukkan nákvæmlega 10.06 í gær sást þetta sjaldséða fyrirbrigði í Laufskógum í Hveragerði. Sighvatur Fannar Nathanaelsson hjá Krafthreinsun sem sér um að sanda gangstéttar bæjarins, sagði að hann hefði bara hreinlega þurft að stoppa vélina og smella af mynd og deila þessu með öllum Hvergerðingum á Facebook. Undirtektirnar létu ekki á sér standa og muna elstu menn ekki annað eins.

Erna Valdimarsdóttir sem býr við þessa götu hafði aldrei séð þetta áður og sömuleiðis var ritstjóri Krummans orðlaus, en höfuðstövarnar eru einmitt efst í Laufskógum. Sigurgeir Guðmundsson og Tómas Egilsson höfðu sömu sögu að segja að þetta hafi trúlega ekki gerst áður. Jóhannes Snorrason segir þetta hinsvegar vera falsfrétt.

Ef lesendur Krummans vita ekki alveg um hvað málið snýst eða hafa ekki áður keyrt Laufskógabrekkuna þá má sjá myndina með útskýringu hér fyrir neðan.

Enginn bíll sjáanlegur í Laufskógum 19. janúar 2021, kl. 10.06
Mynd: Krafthreinsun

Facebook ummæli