Miðvikudaginn 10. mars s.l. voru verðlaun veitt í ensku smásagnakeppninni 2020 sem félag enskukennara á Íslandi (FEKÍ) heldur árlega. Keppnin hefst á hverju ári á evrópska tungumáladeginum þann 26. september og fer þannig fram að nemendur skrifa smásögur á ensku útfrá ákveðnu þemu sem að þessu var A Time for….

„Þátttaka Grunnskólans í Hveragerði (GÍH) í landskeppninni er löngu orðinn fastur liður í skólastarfinu og eru nemendur mjög áhugasamir um sögugerðina. Gaman er að segja frá því að skólinn hefur átt vinningshafa í landskeppninni frá árinu 2012, eða í 9 ár samfellt. Vart þarf að taka fram hve stolt við erum af nemendum okkar í gegnum tíðina en að þessu sinni vorum við svo lánsöm að eiga þrjá vinningshafa,“ segir Ólafur Jósefsson enskukennari.

Verðlaunaafhendingin fór fram við hátíðlega athöfn að Bessastöðum. Þar tók forsetafrúin Eliza Reid á móti vinningshöfum og afhenti verðlaunin ásamt stjórn FEKÍ


Í flokknum 5. bekkur og yngri hlaut Sigurður Grétar Gunnarsson heiðursviðurkenningu og í flokknum 6.-7. bekkur hlaut Hrafnhildur Sif Gunnarsdóttir þriðju verðlaun og Kveldúlfur Ari Ottóson fyrstu verðlaun.

Nemendur GHÍ, Kveldúlfur, Hrafnhildur og Sigurður ásamt Elizu Reid á Bessastöðum. Ljósmynd:aðsend
Vinningshafar í ensku smásagnakeppninni 2020 á Bessastöðum. Ljósmynd:aðsend

Facebook ummæli