Sameiginlegt lið Þór Þ./Hamar/Selfoss/Hrunamenn er Íslandsmeistari 10. flokks stúlkna í körfubolta, eftir 37-48 sigur á Fjölni í úrslitaleik í gær. Fjölnir hóf leikinn betur, en lið Þór Þ./Hamar/Selfoss/Hrunamenn tók forystuna í öðrum leikhluta. Frábær leikhluti Fjölnis í þriðja leikhluta gaf þeim forystuna að nýju, en endaspretturinn var Suðurlandsstúlkna, og þar með sigurinn.

Frá Hamari í Hveragerði koma Ása Lind Wolfram, Helga María Janusdóttir og Elektra Mjöll Kubrzeniecka. Ása Lind var valin maður leiksins með 7 stig, 8 fráköst, 6 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Elektra Mjöll var stigahæst Sunnlendinga með 10 stig og Helga María skoraði 7.

Ása Lind Wolfram var valinn besti leikmaður leiksins
Myndir: KKÍ

Facebook ummæli