Hvergerðingar klóra sér nú í hausnum yfir dularfullum smákörlum sem standa hingað og þangað um bæinn. Hérna má sjá tvo, annar við hjúkrunarheimilið og hinn í Lystigarðinum við Fossflöt.

Ýmsar kenningar hafa komið fram t.d að þetta séu smátröll úr Hamrinum sem urðu að steini við sólarupprás eða gjörningur listamanna sem dvelja nú í bænum. En hvaðan sem þeir koma þá setja þeir skemmtilegan svip á bæinn.

Facebook ummæli