Þungaviktarkapparnir Kristinn Svavarsson & Björn Thoroddsen leika við hvurn sinn fingur við í Hveragerði á sunnudag, ásamt Sigurgeiri Skafta bassaleikara. Tónleikarnir eru í boði SASS, Menningarfélags Suðurlands og Skyrgerðarinnar og er aðgangur ókeypis. Gleðin verður utandyra og hefst klukkan 15:00 á pallinum við Skyrgerðina og er veðurspáin hin fínasta.

Facebook ummæli