Markmaðurinn Stefán Þór Hannesson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fram. Stefán er 25 ára og hefur leikið allan sinn feril með Hamri, spilað 96 leiki og verið fyrirliði liðsins. Stefán hefur verið gríðarlega mikilvægur hlekkur í uppbyggingu á Hamarsliðinu undanfarin ár, verið frábær leikmaður og félagsmaður. „Nú hefur unginn flogið úr hreiðrinu“ segir á Facebook síðu Knattspyrnudeildar Hamars en þar er Stefáni óskað góðs gengis með þetta nýja skref á ferlinum.

„Framarar fagna því að fá Stefán Þór til félagsins og við hlökkum til að sjá hann með Fram merkið á brjóstinu á vellinum,” segir á Facebook síðu Fram.

Fram mætir Víkingi Ólafsvík í fyrstu umferð í Lengjudeildinni þann 6. maí næstkomandi.

Stefán Þór Hannesson Mynd: Fram

Facebook ummæli