Á þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 20 bíður Hveragerðisbær í sögugöngu upp gömlu Kambana. Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur, leiðir gönguna upp að skífu og segir frá gömlu þjóðleiðunum í og við Hveragerði. Síðan mun Sigurgeir Skafti stýra fjöldasöng í Kömbunum. Allir velkomnir og kostar ekkert.
Lagt verður af stað við enda Heiðmerkur, við efstu götuna í Kambahrauni.

Facebook ummæli