Í dag var merkilegur dagur í knattspyrnusögu Hamars í Hveragerði. Nýstofnað kvennalið meistaraflokks spilaði fyrsta mótsleik í sögu félagsins. Í tilefni þess slepptu Hvergerðingar dúfum sem tóku flugið í kringum völlinn. Stelpurnar mættu sterku liði ÍA í mjólkurbikarkeppninni. ÍA tók strax tveggja marka forystu og barðist Hamar vel í fyrri hálfleik og áttu góða spretti. Seinni hálfleikur var ekki eins kröftugur og fóru lokatölur 0-8 fyrir gestunum. Hvergerðingar fjölmenntu á völlinn og það verður gaman að fá að fylgjast með þessu efnilega liði í sumar. ÁFRAM HAMAR!!
Á Hveragerði myndabær má sjá myndir úr mótinu.

Image may contain: 11 people, people playing sport and outdoor
Byrjunarlið Hamars í fyrsta leik liðsins.
(Efri röð f.v.) Katrín Rúnarsdóttir, Íris Sverrisdóttir, Bríet Mörk Ómarsdóttir, Fanney Úlfarsdóttir, Harpa Hlíf Guðjónsdóttir og Lilja Dögg Erlingsdóttir. (Neðri röð f.v.) Dagný Rún Gísladóttir, fyrirliði, Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, Kolbrún Ýr Karlsdóttir, Karen Bergsdóttir og Inga Lára Sveinsdóttir. Mynd: Guðmundur Erlingsson

Facebook ummæli