Hvergerðingar ættu ekki að þurfa að fara langt í jólagjafakaupunum fyrir þessi jól. Þó bærinn sé lítill eru hérna þó nokkrar og mjög fjölbreyttar gjafavöru- og blómabúðir og matsölustaðir sem bjóða uppá gjafakort o.fl. Handverksfólk er með markaði og listamenn selja beint til viðskiptavina. Og núna áðan klukkan 10 opnaði ný verslun Ramla, í Sunnumörk (þar sem Arion banki var áður). Eigandi búðarinnar er Ólöf Ingibergsdóttir, eða Lóa. Eins og sjá má verður ýmislegt til sölu, fallegar gjafavörur, gourmet matvörur, kaffi, fatnaður og allskonar annað skemmtilegt og sniðugt.

Lóa, Ólöf Ingibergsdóttir eigandi Ramla tekur á móti ykkur í Sunnumörk.

Facebook ummæli