Dagana 15.-18. júlí fór fram Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum á Hraunhamarsvelli, keppnisvelli Sörla í Hafnarfirði. Þar kepptu allir bestu og efnilegustu knapar landsins í barna- og unglingaflokkum. Ragnar Snær Viðarsson 13 ára knapi úr Ölfusi, náði glæsilegum árangri í mótinu, en hann varð varð í 8. sæti í fimmgangi og fjórgangi og endaði í öðru sæti í slaktaumatölti. Ragnar Snær varð síðan Íslandsmeistari í tölti T3 barnaflokki á Rauðku frá Ketilsstöðum.

Myndir: Brynja Gná Bergmann Heiðarsdóttir
Öll úrslit og fleiri myndir úr mótinu má finna á hestafrettir.is

Ragnar Snær og Rauðka taka sigurhringinn
Ragnar Snær og Svalur frá Rauðalæk

Facebook ummæli