Hvergerðingar og gestir ættu að geta hoppað á rafhlaupahjól og spókað sig um í sólinni í sumar, en bæjarráð Hveragerðis hefur gefið leyfi fyrir 40 Hopp rafskutlum.

Í fundargerð bæjarráðs frá 21. apríl sl. segir:
Bréf frá Sigurgeiri Skafta Flosasyni þar sem hann óskar eftir leyfi til að starfrækja Hopp rafskutlur í Hveragerði frá og með sumrinu 2021. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að rafskutlur verði í Hveragerði frá og með sumrinu 2021 enda verði öll skilyrði fyrir slíkum rekstri fylgt og rekstraraðili sjái til þess eins og kostur er að ekki stafi hætta af þeim tækjum á og við gangstéttar og göngustíga í bæjarfélaginu.

Vinsældir rafhlaupahjóla hafa aukist mikið að undanförnu hér á landi enda frábær farartæki séu þau notuð rétt. Þau tilheyra flokki reiðhjóla og um þau gilda sömu reglur og um reiðhjól að því undanskyldu að þeim má ekki aka á akbraut. Í þessu myndbandi frá Samgöngustofu er farið yfir mikilvæg atriði varðandi notkun þeirra og öryggi.

Facebook ummæli