Framtíðin er björt í fótboltanum í Hveragerði þar sem mikið og gott barna- og unglingastarf hefur verið síðustu ár. Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur tilkynnt hóp fyrir úrtaksæfingar 20.-22. janúar. Óliver Þorkelsson sem spilar í 3ja flokki í sameiginlegu liði Hamars/Selfoss, hefur verið valinn í þennan 30 manna hóp bestu leikmanna landsins í 2005 árgangi.
Æfingar munu fara fram í Skessunni í Hafnarfirði 20.-22. janúar nk.

Óliver Þorkelsson á landsliðsæfingu á Grýluvelli í Sumar. Mynd: Hamar Knattspyrnudeild
Úrtaksæfing. Mynd: KSÍ

Facebook ummæli