Salomon Hengill Ultra utanvegahlaupið var haldið í 9. skipti í Hveragerði í dásamlegu veðri. Umgjörð mótsins var til mikillar fyrirmyndar og skartaði bærinn sínu fegursta í sólinni. Tugir Hvergerðinga stóðu vaktina á drykkjarstöðvum, í hjálparsveitinni, í íþróttahúsinu, í klappliðinu og hingað og þangað um dali og fjöll svo allt færi nú sem best fram. Herra Hnetusmjör mætti og kom keppendum í 25km leiðinni í góðan gír áður en þau lögðu af stað og Rakel Magnúsdóttir var klappstýra dagsins. Frábær viðburður sem verður endurtekinn 4. – 5. júní 2021. Pöntum aftur sama veður og stemninguna takk fyrir. Á heimasíðu Salomon Hengils Ultra getiði lesið nánar um hlaupið, leiðalýsingar og helstu fréttir.
Myndir og úrslit má sjá á facebook síðunni hér.

Keppendur í 25km hlaupinu að gera sig tilbúin
Herra Hnetusmjör mættur á sviðið
Þessar hressustu útdeildu verðlaunum, súkkulaði, drykkjum og bönunum hægri vinstri

Facebook ummæli