Nú er verið að vinna við endurnýjun á gervigrasinu í Hamarshöll. Verkið er unnið af starfsmönnum Leiktækja og Sport ehf og gengur verkið vel. Grasið er af nýrri kynslóð gervigrasefna af tegundinni Edel Diamond Blade og er sambærilegt gras að finna á nokkrum gervigrasvöllum á landinu m.a. hjá KR, Víkingi, Fylki og á Sauðárkróki. Áætlaður verktími er til 1. september. Grasið er lagt á gúmmípúðann sem var undir gamla grasinu en hann er í góðu ástandi. Næst þjónustuhúsinu verður golfvallarrenningur lagður karga grasi sem nýtist golfurum í fleyghöggsæfingum.

Það er mikil tilhlökkun hjá iðkendum að hefja æfingar á nýja gervigrassvæðinu.

Facebook ummæli