Nýr þjálfari hefur verið ráðin í starf þjálfara Hamars hjá meistaraflokki karla. Jón Aðalsteinn Kristjánsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Jón er Hamri kunnugur því hann þjálfaði liðið frá 2009-2011 þegar Hamar spilaði í 2.deild. Jón gerði frábæra hluti með ungt Hamarslið á þeim árum sem hann þjálfaði. Eftir tímann hjá Hamri hefur Jón safnað að sér góðri reynslu í þjálfun hjá öðrum félögum og náð góðum árangri. Til dæmis kom hann Elliða óvænt uppúr 4. deildinni fyrir tveim árum síðan.

Jón hefur menntað sig vel í þjálfarafræðum og er með UEFA A gráðu. Hamar býður Jón innilega velkominn aftur í Hamar og leikmönnum hlakkar tið að vinna með Jóni og halda áfram þeirri uppbyggingu og vegferð með liðið sem hefur verið á undanfarin ár. Halda áfram að búa til lið á þeim kjarna sem er til staðar hjá okkur, búa til gott fótboltalið og aðstoða leikmenn að verða betri í fótbolta. Leikmenn geta ekki beðið eftir að fá að byrja að spila aftur!!!

Knattspyrnudeild Hamars

Mynd: Jón Aðalsteinn að þjálfa Hamarsliðið á Grýluvelli árið 2010.

Facebook ummæli