Umferðaröryggismál hafa nokkuð verið í umræðunni að undanförnu. Því er gaman að segja frá því að ný snjallgangbraut hefur verið tekin í notkun við Skyrgerðina sem auka mun öryggi vegfarenda og ekki síst barna sem þarna fara um. Skemmtileg nýbreytni en gangbrautin er líklega sú fyrsta sinnar tegundar á landinu. Það er brýnt að allir kynni sér hvernig snjallgangbrautin virkar því þetta eru ekki umferðarljós heldur áminning til ökumanna um að gangandi vegfarendur séu á leið yfir götuna. Almennar umferðarreglur og aðgát gilda því á þessum stað sem og annars staðar.

Facebook ummæli