Ungir knattspyrnumenn úr 7.flokki Hamars héldu á Akranes nú um sl. helgi til að etja kappi á hinu víðfræga Norðurálsmóti og má með sanni segja að um frábæra helgi hafi verið að ræða. Einstök tilþrif, baráttugleði, sætir sigrar, súr töp, vinátta og hamingja ríkti meðal þessarra efnilegu kappa í blíðskaparveðrinu.
Hvað framtíðin leiðir í ljós er óvíst en eitt er þó víst að knattspyrnuframtíð Hamars er eins björt og Flórída-Skagasólin sem skein alla helgina og verður spennandi að fylgjast með iðkendum okkar blómstra ennfrekar um ókomna tíð.
Áfram Hamar!
Fleiri myndir úr mótinu má sjá hér.

Myndir og skrif: Hafsteinn Thor

Facebook ummæli