Núna eru allar frisbígolfkörfurnar komnar á sinn stað undir Hamrinum og fólk byrjað að spila folf. Þetta er íþrótt sem hentar öllum aldurshópum og er sérstaklega gaman að sjá fjölskyldur spila þetta saman þar sem allir eiga sinn uppáhalds litaðan disk. Keppni og samvinna tvinnast þarna saman þegar allir hjálpast að í leit að diskunum sem lenda oftar en ekki utanbrautar. Margir eru farnir að skrá skorið í símana sína og geta þannig fylgst með bætingu og skoðað legu valla og teiga.

Hérna er myndband þar sem nokkrir folfarar prófa nýja völlinn. Völlurinn er nokkuð erfiður, stuttur, gróinn, fallegur og sérstaklega hentugur fyrir örvhenta bakhandarspilara.

Ívar, Hákon og Ingimundur prófa frisbígolfvöllinn í Hveragerði

Facebook ummæli