B&B skemmtihlaupið fór fram í Hveragerði á laugardag þar sem um 80 hlauparar komu saman og styrktu gott málefni. Hressileg upphitun var í Lystigarðinum við Fossflöt að hætti Íþróttaálfsins og Magga mjóa. Hlaupnir voru 5 km í blíðskapar veðri án tímatöku og í lokin voru léttar veitingar og skálað fyrir lífinu. Veitt voru verðlaun fyrir fyrsta sætið en það kom ekki mörgum á óvart að Kristinn Ólafsson skildi koma fyrstur í mark. Glæsilegir vinningar voru síðan dregnir út í happdrættinu og áttu allir góða stund saman.

Hlaupið var haldið í minningu Mikaels Rúnars Jónssonar sem lést af slysförum 1. apríl 2017 aðeins 11 ára gamall. Stofnaður hefur verið sjóður og er tilgangur hans að að styrkja einstaklinga sem misst hafa ástvin á barnsaldri, styrkja skóla og íþróttastarf barna auk annarra góðra verka.

Þeir sem vilja styrkja málefnið geta lagt frjáls framlög inn á bankareikning sjóðsins. Banki 0314-26-002160 kennitala 470519-1500.

Heimasíðan Minningin lifir

Facebook ummæli