Tilkynning frá slökkviliðsstjórum í Árnessýslu og Rangárvallasýslu.
Slökkviliðsstjórar Brunavarna Árnessýslu og Brunavarna Rangárvallasýslu hafa tekið þá sameiginlegu ákvörðun að banna meðferð opins elds vegna þurrkatíðar sem nú geisar. Slökkviliðsstjórarnir hafa sammælst um að slíkt bann sé nauðsynlegt þar sem mikil eldhætta getur skapast af litlum neista.

Bann þetta er í samræmi við reglugerð nr. 325/2016 um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum. 26. gr.Afturköllun leyfis. Sýslumanni er heimilt að afturkalla leyfi sem veitt eru skv. reglugerð þessari ef skilyrðum í leyfi er ekki fylgt eða ef upp koma þær aðstæður að hætta er talin geta stafað af leyfðri brennu. Slökkviliðsstjóri getur stöðvað leyfða sinubrennu, eða að kveikt sé í bálkesti, og bannað meðferð opins elds sé það talið viðsjárvert vegna veðurs eða af öðrum öryggisástæðum. Bann þetta tekur gildi 11.5.2021 kl. 13:00 og á við um Árnessýslu og Rangárvallasýslu.

Bent er á síðuna grodureldar.is. þar er hægt að lesa sér til um ýmislegt er varðar gróðureldamál.

Einnig eru hér hlekkir á lög og reglugerð um gróðurelda.
https://www.althingi.is/lagas/nuna/2015040.html
https://www.reglugerd.is/…/umhverfis–og…/nr/0325-2016

Facebook ummæli