Einn nemandi lauk framhaldsprófi frá Tónlistaskóla Árnesinga í vor. Margrét Guangbing Hu lauk framhaldsprófi í píanóleik og hélt hún tilheyrandi tónleika í Hveragerðiskirju þann 28. Maí sl. Margrét er yngsti nemandi Tónlistarskóla Árnesinga sem lýkur framhaldsprófi, en hún útskrifast frá Grunnskólanum í Hveragerði í vor. Innilega til hamingju með árangurinn.

Margrét ásamt fjölskyldu sinni eftir tónleikana í Hveragerðiskirkju

Facebook ummæli