Deildakeppni Badmintonsambands Íslands, fór fram um s.l. helgi í TBR húsunum í Reykjavík. Alls tóku 10 lið frá fimm félögum þátt í þremur deildum, Meistaradeild, A-deild og B.deild.

Margrét Guangbing Hu badmintonkona úr Hamri, var í sameiginlegu liði Hamars úr Hveragerði, Badmintonfélags Hafnarfjarðar og ÍA sem keppti í B-deildinni.

Í hverri umferð var keppt í eftirfarandi leikjum :
Tveir einliðaleikir karla
Einn einliðaleikur kvenna
Tveir tvíliðaleikir karla
Einn tvíliðaleikur kvenna
Tveir tvenndarleikir

Liðið var ósigrað eftir fjórar umferðir og tryggði sér því Íslandsmeistaratitilinn í B-deild. Lið frá TBR urðu í öðru og þriðja sæti.

Lið BH / Hamar / ÍA skipuðu :
Margrét Guangbing Hu
Lilja Berglind Harðardóttir
Sara Bergdís Albertsdóttir
Emil Lorange Ákason
Freyr Víkingur Einarsson
Máni Berg Ellertsson
Stefán Steinar Guðlaugsson
Þorleifur Fúsi Guðmundsson


Mynd: Badmintonsamband Íslands. Margrét er lengst til vinstri.

Facebook ummæli