Þó enn sé verið að aflýsa stórum alþjóðlegum badmintonmótum þá er íslenska mótaröðin og æfingar að fara aftur rólega af stað. Helgi Jóhannesson landsliðþjálfari hefur valið í unglingalandsliðshópana fyrir árið 2021. Langflestir keppendur koma frá stóru badmintonfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, TBR og BH. Helgi hefur valið tvo keppendur úr Hamri í þessa hópa. Úlf Þórhallsson, sem var valinn í U13 hóp og Margréti Guangbing Hu í U19 hóp. Margrét var einnig valin í Úrvalshóp BSÍ þar sem keppendur mæta á sérstakar æfingar og þurfa þar að standast ýmis þolpróf og mælingar. Margrét fékk því að keppa á sínu fyrsta alþjóðlega fullorðinsmóti í janúar í fyrra.
Öllum landsliðsferðum, bæði A-landsliðs og unglingalandssliðs var aflýst síðan síðasta vor og hafa þau ekki fengið að taka þátt í mótum eða sameiginlegum æfingum þar til núna, en fyrstu æfingabúðir landsliða á árinu fara fram á Akranesi um helgina.

Margrét og Úlfur
Mynd: Badmintondeild Hamars

Facebook ummæli