Laugardaginn 13. júní opnar sýningin Tíðarandi – samtímaverk úr einkasafni Skúla Gunnlaugssonar í Listasafni Árnesinga. Sýningin samanstendur af fjölbreyttum verkum úr safni læknisins og listaverkasafnarans Skúla Gunnlaugssonar og eiga verkin það sameiginlegt að vera unnin á síðastliðnum áratug. Listamennirnir á sýningunni tilheyra yngri kynslóð listamanna og hafa verið áberandi í íslensku myndlistarlífi undanfarin ár. Samband listamanns við menningu og anda síns tíma er útgangspunktur sýningarinnar Tíðarandi og skoðað verður hvernig lesa má þjóðfélagslegar hræringar í gegnum listir.

Facebook ummæli