Í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samþykkti bæjarstjórn Hveragerðisbæjar þann 14. janúar sl. að kynna fyrir íbúum Hveragerðisbæjar og öðrum hagsmunaaðilum, tillögu að deiliskipulagi við Varmá, frá Lystigarðinum Fossflöt og norður fyrir Friðarstaði, ásamt forsendum hennar og greinargerð. Gert er ráð fyrir að á norðurhluta svæðisins rísi ferðatengd verslunar- og þjónustustarfsemi en íbúðabyggð á miðhluta þess á móts við Hlíðarhaga.

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu fer kynningin fram á opnum rafrænum fundi, sem haldinn verður þann 4. febrúar nk. Fundurinn hefst kl. 17:00 og lýkur um kl. 18:30.
Á fundinum munu höfundar skipulagsins þeir Páll Gunnlaugsson arkitekt og Þráinn Hauksson landslagsarkitekt gera grein fyrir tillögunni og svara fyrirspurnum.

Fylgigögn fundarins eru deiliskipulagstillaga um Varmá í Hveragerðigreinagerð sem henni fylgir og skýringaruppdráttur.

Fara á fund um deiliskipulagstillögu við Varmá

Eftir að bæjarstjórn hefur samþykkt að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga, verður sett upp sýning á henni í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk þar sem öllum gefst kostur á að kynna sér hana á aðgengilegan hátt og átta sig vel á aðstæðum á skipulagssvæðinu.

Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri

Facebook ummæli