Á 17. júní 2021 skunduðu Hvergerðingar á vit ævintýra í Lystigarðinum. Öxar við ána hljómaði úr hátalaraboxi á vagni í miðri skrúðgöngunni en lúðrasveitin var víðs fjarri enda hefur þjóðin þurft að laga sig að breyttum aðstæðum í rúmt ár. Gangan var fjölmenn og marga væntanlega farið að lengja eftir samveru. Glæsileg hátíðardagskrá fór fram á og við nýtt og endurbætt svið í Lystigarðinum. Gestir lét ekki lítinn regnúða á sig fá enda milt veður og logn. Dagskráin var fjölbreytt og sitthvað við allra hæfi. Eftir margra mánaða skort á samkomum hefur orðtakið „Maður er manns gaman“ aldrei átt betur við. Eins og sjá má á myndunum er frelsi til athafna og nærveru ómetanlegt.

Skrúðgangan úr Austubænum til samfundar við vesturhlutann í Heiðmörkinni.
Skátarnir við vesturhluta bæjarins búnir að yfirfara allt og tilbúnir í verkefni dagsins.
Glaðir hátíðargestir í fjölmennri skrúðgöngu.
Einu sinni skáti ávalt skáti.
Fánann má ekki vanta og ekki er verra ef maður hefur gert hann sjálfur.
Það er hátíðleg stund þegar Fjallkonan kemur að hátíðarsvæðinu og flytur gestum viskuorð.
Þar sem töfrarnir verða til. Glaðlegur hópur úr skemmti- og ævintýra heiminum.
Ekki má missa af neinu þegar ævintýri eru annarsvegar.
 
Það fer ekki framhjá neinum að Benedikt búálfur er vinsæll og skemmtilegur.
Glæsilegar og prúðbúnar konur. Gaman væri ef myndataka í hátíðarklæðum yrði hluti af dagskrá næsta árs?

Myndasafnið Mannlífið með fjölda mynda, má sjá á vefsíðunni helenastefansdottir.com. Mannlífsmyndir eru birtar af góðum hug og er lýsing á tíðaranda sem krydd í tilveruna. Hafi einhver athugasemdir við birtar myndir, endilega látið okkur vita svo hægt sé að fjarlægja af vefnum.

Myndir og skrif: Helena Stefánsdóttir ljósmynda- og prentsmíðameistari.
www.helenastefansdottir.com

Facebook ummæli