Konukvöld Golfklúbbs Hveragerðis var haldið 8. Júní sl. Kvöldinu hafði verið frestað vegna samkomubannsins og var því með minna sniði en oft áður. Planið var að borða saman eftir hressandi golf en veðrið sá til þess að ekkert varð af golfinu. Hífandi rok og rigning og miklir pollar á vellinum. Við hittumst því í dýrindis súpu og kjúllaveislu að hætti Soffíu. Nýliðar fengu kynningu á starfi klúbbsins, konugolfinu sem er á mánudögum, mótafyrirkomulagi o.fl. Við fengum fatakynningu frá Golfskálanum og Golfbúðinni í Hafnarfirði og nokkrar heppnar konur fengu síðan glæsilega vinninga í happdrætti kvöldsins. Áttum saman frábæra stund og var spjallað og hlegið fram eftir kvöldi.

Við hvetjum allar áhugasamar golfkonur að ganga til liðs við okkur, hvort sem þið eruð byrjendur eða golfsnillingar. Kíkið á Facebook síðuna og sendið okkur línu ef þið hafið spurningar hér.

Golfkveðja
Hrund og Hulda Bergrós

Þessar hressu konur skelltu sér í tískusýningargírinn og sýndu nýjasta golffatnaðinn.

Facebook ummæli