Hamar sigraði Aftureldingu 3 -0 úrslitum Kjörísbikarkeppninar í Digranesi í gær. Kjörísbikarinn kom því loksins heim í Hveragerði þar sem hann á heima.
Uppselt var á leikinn og komust færri að en vildu. Það var örugglega kveikt á flest öllum sjónvarpstækjum í Hveragerði þar sem RÚV sýndi beint frá viðureigninni, og voru Hvergerðinar duglegir að deila stemningunni á samfélagsmiðlum þegar titillinn var í höfn.

Hérna má sjá viðtal sem RÚV tók við Kristján og Hafstein Valdimarssyni eftir leikinn.

Á Blakfréttum má svo lesa allt um framgang leiksins.

Facebook ummæli