Árlegt Jónsmessumót GHG var haldið síðastliðna helgi spilað var með fyrirkomulaginu 4ra manna Texas Scramble. Rúmlega 40 keppendur tóku þátt af öllum getustigum, bæði byrjendur og golfsnillingar. Veðrið lék við spilarana eins og sjá má á meðfylgjandi mynd og keppni var lokið um hálf ellefu um kvöldið.

Múrþjónusta Helga styrkti mótið og voru sigurvegararnir leystir út með gjafabréfum frá Hofland Eatery.

Sigurliðið. Andri Helgason, Friðrik Sigurbjörnsson, Kristinn Ólafsson og Bjartmar Halldórsson
Skipuleggjendur mótsins, Erlingur Arthúrsson og Friðrik Sigurbjörnsson

Facebook ummæli