Heyrst hefur að Grýla gefi nokkrum jólasveinum leyfi til að rúnta um Hveragerði á sunnudaginn á milli kl. 17 og 18. Þeir keyra um götur bæjarins, kátir og hressir, eins og þeim einum er lagið. Jólasveinarnir hafa ráðið hann Sigurgeir Skafta til að sjá um jólatónlist úr bílnum þannig að það heyrist vel til þeirra félaga á ferð um bæinn.

Ferðalag jólasveinanna:

Þeir byrja ferðalagið á Austurmörk – Grænamörk – Heiðmörk frá austri til vesturs J

Síðan fara þeir Þelamörk – Breiðumörk og upp Gos(s)abrekku og niður Laufskóga.

Skilaboð frá Grýlu:
Það er tilvalið að hitta á þá sveina á leið þeirra og veifa, brosa og njóta en munið BANNAÐ að snerta. Þið munið að hann Veirusníkir er á ferð þá verðum við að hlýða og vera stillt.

Kveðja frá Grýlu, Leppalúða, jólakettinum

Facebook ummæli