Garðyrkjudeild Hveragerðis hefur í nógu að snúast þó nú sé kominn vetur. Má segja að Lystigarðurinn við Fossflöt hafi breyst í sannkallað jólaland eftir að dimma tekur á kvöldin. Bryndís Eir Þorsteinsdóttir blómaskreytir og garðyrkjudeildin unnu saman að þessu verkefni. Búið er að búa til fallegan bogainngang úr greni og könglum og hengja upp vetrarljósin. Við mælum með að klæða sig vel og skella sér í göngutúr þegar rökkvar með kakóbrúsa og kökur og njóta þess hvað við erum heppin með þetta umhverfi sem við búum í.

Lystigarðurinn að kvöldlagi. Mynd: Bryndís Ragnarsdóttir


Facebook ummæli