Byrjað er að bólusetja íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Ási gegn Covid-19. Gefin er ein sprauta í dag og svo önnur eftir þrjár vikur. Ónæmi næst ekki fyrr en að minnsta kosti viku eftir að seinni sprautan er gefin. Allir verða bólusettir nema þeir sem hafa sögu um bráðaofnæmi, þeir sem neita bólusetningu og ef fólk er alvarleg veikt þá verður bólusetningu frestað þar til heilsufar leyfir.

Áslaug Arngrímsdóttir fékk fyrstu bólusetningasprautuna í Hveragerði í dag. Áslaug hefur búið lengst á hjúkrunarheimilinu og var fyrst í stafrófinu. Rétt rúmlega 100 heimilismenn voru bólusettir í dag.

Þetta eru miklar gleðifréttir fyrir alla á Ási, starfsfólk, heimilisfólk og aðstandendur sem sjá nú fram á bjartari tíma á nýja árinu.

Hér sést Birna Sif Atladóttir hjúkrunarframkvæmdarstjóri á Ási, bólusetja Áslaugu.

Facebook ummæli