Það var mikil spenna í loftinu við Aparóluna, eins og hún er kölluð, þegar útsendari Krummans átti leið hjá. Löng röð var við pallinn í brekkunni þar sem börn og fullorðnir biðu eftir því að upplifa 80 metra ferðalag í línu, yfir á hinn bakkann. Faðir sem stóð og tók á móti minnsta fólkinu sagði að þetta væri fjölskylduferð úr borginni. „Stórfjölskyldan hittist í Þrastarlundi einu sinni á ári og gerir eitthvað skemmtilegt saman. Maður brunar einhvernvegin alltaf framhjá Hveragerði því það er svo stutt frá borginni. Núna ákváðum við að stoppa og athuga hvað hér væri í boði. Við höfum skoðað okkur um og Aparólan hefur alveg slegið í gegn. Áðan fengum við okkur pizzu á torginu og voru allir ánægðir. Hveragerði kemur virkilega á óvart, “ segir gesturinn úr borginni.

Myndir og skrif Helena Stefánsdóttir

Facebook ummæli