Í tilefni af sumrinu ætlar Pétur Reynisson að halda útiljósmyndasýningu að Lyngheiði 1 í Hveragerði. Flestar myndirnar eru teknar í garðinum af plöntum sem þar vaxa og er því garðurinn sjálfur tilvalinn sýningarstaður sem breytist í listgallerí í eina viku. Pétur segir að gestir þurfa að ganga um og horfa í kringum sig og leita svolítið að myndunum.
Krumminn kíkti við í dag og það má segja að garðurinn sé sannkallaður lystigarður, með óteljandi tegundum af fallegum trjám og litríkum blómum og eru ljósmyndirnar skemmtleg viðbót við alla flóruna.

Myndirnar eru prentaðar og límdar á ál og geta því verið til skrauts hvort sem er inni eða úti. Allar myndirnar verða til sölu fyrir áhugasama.

Sýningin hefst laugardaginn 4. Júlí kl. 14 og lýkur sunnudaginn 12. Júlí kl. 22. Annars er opið alla daga þar á milli, allan sólarhringinn.

Facebook ummæli