Margir voru farnir að örvænta að ein af uppáhalds jólahefðum margra íbúa Hveragerðis, jólatónleikarnir Hvergerðingar syngja inn jólin, myndi nú falla niður vegna aðstæðna í þjóðfélaginu og samkomubanns. En þær gleðifréttir birtust í gær að Hveragerðisbær hefur ákveðið að bjóða íbúum bæjarins (og öllum öðrum sem vilja njóta) uppá Hvergerðingar syngja inn jólin í beinu streymi frá Skyrgerðinni næsta föstudagskvöld, 18. desember kl. 20.30.

Dagskráin verður einkar glæsileg, en flytjendur að þessu sinni eru Magni Ásgeirsson, Unnur Birna Björnsdóttir, Lay Low, Berglind María Ólafsdóttir, Anna María Sigurbjörnsdóttir, Hljómsveitin Á móti sól, Elín Hrönn og Hrefna Ósk Jónsdætur, Elva Rún Pétursdóttir og Arnar Gísli Sæmundsson.
Hljómsveit kvöldsins er skipuð Halldóri Smárasyni, Heimi Eyvindarsyni, Stefáni Þórhallssyni, Magna Ásgeirssyni og Sigurgeir Skafta Flosasyni. Sérstakur heiðursgestur hljómsveitarinnar verður saxófónsnillingurinn Kristinn Svavarsson sem hefur blásið saxófónsóló í mörgum þekktustu jólalögum Íslandssögunnar. Kynnir er Bessi Theodórsson.


Facebook ummæli