Til úthlutunar eru eftirfarandi lóðir í Kambalandi:

10 lóðir fyrir einbýlishús við Drekahraun.
4 lóðir fyrir fimm íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum við Langahraun.
3 lóðir fyrir þriggja íbúða raðhús við Langahraun.
2 lóðir fyrir einbýlishús við Búðahraun.

Einbýlishúsalóðum er úthlutað án byggingaréttargjalds. Raðhúsa- og fjölbýlishúsalóðum er úthlutað með 30% byggingarréttargjaldi. Vakin er athygli á að umsækjendur sem sækja um lóðir fyrir öll fjögur tveggja hæða fjölbýlishúsin ganga fyrir. Sæki enginn um allar lóðirnar ganga þeir fyrir sem sækja um þrjár og að lokum þeir sem sækja um tvær.

Við úthlutun verður farið eftir reglum Hveragerðisbæjar um úthlutun lóða.

Úthlutun fer fram þann 2. júlí kl. 8:00 og skulu umsóknir berast skipulagsfulltrúa/skrifstofu Hveragerðisbæjar fyrir þann tíma.

Nánari upplýsingar um lóðir, skilmála og umsóknareyðublöð er að finna á hér og hjá skipulagsfulltrúa í síma 483-4000 eða tölvupósti á gfb@hveragerdi.is

Facebook ummæli