Award of Excellence viðurkenningar Icelandic Lamb voru veittar í fjórða sinn við hátíðlega athöfn þann 28. maí sl. en, það er Markaðsstofan Icelandic Lamb sem veitti viðurkenningar til veitingastaða sem þóttu hafa skarað fram úr í framreiðslu á íslensku lambakjöti, áherslu þeirra á matseðli og markaðssetningu á liðnu ári. Frú Eliza Reid, forsetafrú ávarpaði samkomuna og afhenti viðurkenningarnar ásamt Gunnari Þorgeirssyni, formanni Bændasamtaka Íslands.

Viðurkenningarnar voru veittar í þrem flokkum; Sælkeraveitingastaðir (fine dining), Bistro og Götumatur (casual dining). Hver Restaurant hlaut viðurkenningu í flokknum „Sælkeraveitingastaðir“ og var það Jakob Arnarson, hótelstjóri á hótel Örk sem tók við viðurkenningunni.

Um HVER Restaurant:

HVER Restaurant er vinsæll veitingastaður í sama húsi og hótel Örk í Hveragerði. Á HVER er boðið upp á góða íslenska matargerð með evrópsku ívafi fyrir alla fjölskylduna á sanngjörnu verði. Í boði er à la carte matseðill ásamt matseðli fyrir hópa.

HverHver Restaurant

Hér má lesa allt um verðlaunin

Facebook ummæli