Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þann 10. desember 2020 var samþykkt að kynna fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum lýsingu á tillögu að breytingu á aðal- og deiliskipulagi fyrirhugaðrar íbúðarbyggðar í Hlíðarhaga sbr. 1. mgr. 30. gr. og 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að þéttleiki íbúðarbyggðar í Hlíðarhaga fer úr 15 íb./ha í 25 íb/ha og að þar verði byggðar allt að 42 nýjar íbúðir í 2ja hæða fjölbýlishúsum auk 3ja íbúða í einnar hæðar raðhúsi. Skipulagsreiturinn, sem er um 2,3ha að flatarmáli, afmarkast af íbúðabyggð í Laufskógum til suðurs, af götunni Breiðamörk til austurs og af Hamrinum til vesturs og norðurs.

Skipulagslýsingin ásamt drögum að deiliskipulagi svæðisins liggur frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar og á heimasíðu bæjarins www.hveragerdi.is.

Þeir sem vilja koma á framfæri athugasemdum, ábendingum eða tillögum, sem nýta má við skipulagsgerðina, skulu senda þær til skipulagsfulltrúa í Hveragerðisbæjar á heimilisfangið Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða á netfangið gfb@hveragerdi.is.

Skipulagsfulltrúinn í Hveragerði

Fylgigögn auglýsingar:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðasvæðis við Hlíðarhaga í Hveragerði.
Hlíðarhagi, aðal- og deiliskipulagslýsing.

Séð yfir Hlíðarhaga frá suðaustri
Ásýnd frá norðaustri
Hjarta byggðar í Hlíðarhaga

Facebook ummæli