Vegna mikillar fjölgunar Covid-19 smita í samfélaginu undanfarna daga viljum við grípa til eftirfarandi ráðstafana til þess að freista þess að hindra að smit berist til okkar heimilismanna.

  1. Við biðjum aðstandendur/heimsóknargesti á aldrinum 18-29 ára um að koma ekki í heimsókn næstu vikuna.  Gildir að minnsta kosti til og með 27 september.
  2. Við biðjum heimilismenn um að fara ekki í neinar óþarfa ferðir út af heimilinu.  Ef ekki verður hjá því komist að fara t.d. til sérfræðilækna eða í rannsóknir skal gæta ítrustu sóttvarna við slíkar heimsóknir.  Gildir að minnsta kosti til og með 27 september.
  3. Ef heimsóknargestir eða þeirra nánustu eru sendir í sóttkví þætti okkur gott að vita af því vegna þess að þá getum við verið á varðbergi og brugðist strax við sé minnsti grunur á smiti heimilismanns.
  4. Við höfum einnig hert á sóttvörnum innanhúss hjá okkur og beðið alla okkar starfsmenn að gæta sín sérstaklega vel.

21 september 2020

Viðbragðsteymi Grundarheimilanna

Facebook ummæli