Nú er haustið greinilega komið þó margir vilji meina að Vetur konungur hafi mætt heldur of snemma og það hafi ekki verið neitt alvöru sumar hér á Suðurlandi. Búið er að smala fjöll og dali í kringum Hveragerði og það er fátt sem minnir jafn mikið á haustið eins og Íslenskar réttir. Dagný Dögg Steinþórsdóttir ljósmyndari fangaði stemmninguna í Ölfusréttum, en dregið var í dilka í Reykjadal 19. september sl.


Facebook ummæli