Í haustbyrjun unnu Hamarsmenn báða sína leiki 3-0 en Fylkir hafði fyrir leikinn einungis spilað einn leik sem tapaðist 3-1.

Hamarsmenn mættu vel stemmdir til leiks og sáust merkilega góð tilþrif miðað við takmarkaða möguleika til æfinga undanfarnar vikur.

Heimamenn unnu fyrstu hrinuna auðveldlega 25-13 en í annarri hrinu virtist sem Hamarsliðið tapaði einbeitingu og Fylkismenn fengu þónokkuð af stigum vegna mistaka heimamanna. Fylkismenn gegnu á lagið og komust m.a. yfir 16-15. Þá vöknuðu Hamarsmenn til lífsins og unnu hrinuna 25-18. Þriðja og síðasta hrinan var jöfn framan af og héngu Fylkismenn inn í leiknum  fram í miðja hrinu en eftir það jókst bilið jafnt og þétt og brekka Fylkismanna orðin brött. Fór svo að Hamar vann hrinuna með 25 stigum gegn 17 og leikinn þar með 3-0. 

Hamarsmenn sitja því á toppi deildarinnar ásamt HK en bæði lið hafa unnið alla þrjá leiki sína 3-0.

Stigahæstur í liði Hamars var Jakub Madej með 16 stig en í liði Fylkis var Bjarki Benediktsson stigahæstur með 11 stig.

Hafsteinn Valdimarsson var valinn maður leiksins.

Hægt er nú að fylgjast með liðinu hér á Instagram.

Facebook ummæli