Álftanes og Hamar áttust við í Mozunodeildinni í blaki í kvöld.

Gestirnir mættu vel stemmdir til leiks og var fyrsta hrinan jöfn og spenrnandi.

Upphækkun þurfti til að útkljá sigurvegara en Hamarsmenn unnu hrinuna að lokum með 29 stigum gegn 27.

Í hrinu tvö voru leikmenn Álftaness komnir á bragðið. Þeir náðu 5-1forystu áður en Hamarsmenn vöknuðu til lífsins en eftir það hrinan jöfn og hörkuspennandi en frumkvæðið var Álftanessmanna. Hamarsmenn náðu þó að lokum að jafna leikinn 18-18 og unnu hrinuna 25-22.

Eftir þetta virtist allur vindur úr Álftanesmönnum og Hamar vann þriðju hrinuna örugglega 25 – 17 og leikinn þar með 3-0.

Hamarsmenn sitja því enn taplausir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga.

Mynd: Kristín Hálfdánardóttir
Hamarsmenn fagna stigi gegn Álftanesi í kvöld
Mynd: Bryndís Sigurðardóttir
Hamar skorar stig í hávörn

Facebook ummæli