Hæfileikakeppni grunnskólanna í Árnessýslu, Skjálftinn var haldin var í fyrsta skipti um helgina. Átta skólar fengu boð um að taka þátt þetta árið en næsta ár fá allir skólar á Suðurlandi boð um þátttöku. Það var Sunnulækjarskóli á Selfossi sem hreppti fyrsta sætið. Í öðru sæti var Grunnskólinn í Þorlákshöfn og í þriðja sæti var Bláskógaskóli á Laugarvatni.
Atriðin voru tekin upp í Þorlákshöfn á laugardag og voru svo sýnd á Ungrúv, en áður var búið að tilkynna úrslitin beint á Instagram síðu Skjálftans og var spennan mikil þar sem atriðin voru öll virkilega metnaðarfull og átti dómnefnd erfitt með að velja sigurvegarana.

Krakkarnir í Hveragerði útfærðu tónlistina sjálf og hönnuðu sömuleiðis leikmynd og búninga. Atriði þeirra heitir Perfecta Harmonio sem er Esperanto og þýðir fullkomin sátt. Hæfileikarík framtíð hér á ferð.

Hér á Ungrúv er hægt að horfa á keppnina og byrjar Grunnskólinn í Hveragerði á 07:15 mínútu.

Facebook ummæli